Þýskur ritstjóri prédikar og eiginkonan leikur á saxófón

Guenther Saalfrank, ritstjóri útbreidds kirkjublaðs í Suður-Þýskalandi, mun prédika við kvöldmessu í Akureyrarkirkju núna á sunnudaginn, þ. 25. ágúst.Guenther Saalfrank, ritstjóri útbreidds kirkjublaðs í Suður-Þýskalandi, mun prédika við kvöldmessu í Akureyrarkirkju núna á sunnudaginn, þ. 25. ágúst.<br><br>Ritstjórinn er engan veginn einn á ferð því með honum er 36 manna hópur áskrifenda blaðsins í lesendaferð. Þar á meðal er eiginkona Guenthers, Gudrun, en hún mun leika á saxófón við athöfnina. <br>Þetta er þriðja lesendaferð blaðsins hingað til Íslands og í öll skiptin hafa þátttakendur heimsótt Akureyrarkirkju og verið þar við messu. Íslandsferðir, sem blaðið hefur skipulagt, hafa mælst mjög vel fyrir og að sögn Guenthers er heimsóknin í Akureyrarkirkju hápunktur hverrar ferðar.