Þriðji sunnudagur í aðventu, 13. desember

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Yngri barnakór kirkjunnar og kór Lundarskóla syngja. Krakkar úr TTT-starfinu flytja söguna um týndu englastúlkuna. Umsjón Halla, Heimir og Sigga Hulda.
Piparkökur, kakó og jólaföndur í Safnaðarheimilinu að hátíð lokinni.

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju í Akureyrarkirkju kl. 17.00 og 20.00.

Á efnisskránni eru falleg og hátíðleg jólalög úr ýmsum áttu, m.a. nokkur af jólalögum Ríkisútvarpsins frá liðnum árum.
Stjórnendur og organistar eru Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og
Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.