Þorkell - Kór Akureyrarkirkju

Þann 6. maí kl. 17.00 mun Kór Akureyrarkirkju flytja úrval verka eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Akureyrarkirkju. Í ár eru 10 ár frá andláti tónskáldsins sem hafði mótandi áhrif á íslenska tónlist, ekki síst kirkjutónlist. Á tónleikunum verða fluttir sálmar Þorkels ásamt Missa brevis, einu magnaðasta kórverki Þorkels. Eyþór Ingi Jónsson, organisti, flytur orgelhugleiðingar milli verka á orgel kirkjunnar. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Ókeypis er á tónleikana - verið hjartanlega velkomin