Þjóðlagatónlist frá Noregi og Íslandi í Akureyrarkirkju


Þjóðlagatónlist frá Noregi og Íslandi í Akureyrarkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 20.00.

Norski þjóðlagaslagverksleikarinn Harald Skullerud og Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju flytja norsk og íslensk þjóðlög á harmóníumorgel, pípuorgel og slagverk. 

Þjóðlagahefðir landanna tveggja eru talsvert ólíkar. Á meðan íslensku þjóðlögin eru sönglög, oft hæg og angurvær, þá er meira um hljóðfæratónlist í norskri þjóðlagahefð og taktfastari lög. Harald og Eyþór vinna með hefðirnar og blanda þeim saman og búa til eitthvað alveg nýtt. 

Miðaverð 2000 kr. Posi á staðnum.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkir tónleikana.