Þemamessur í Akureyrarkirkju í vetur

Í vetur ætlum við að bjóða upp á Þemamessur einu sinni í mánuði kl 17:00. Strax að messu lokinni kl 18:00 verður síðan boðið til kvöldverðar í safnaðarheimilinu og hver veit nema fólk fái líka að njóta ljúfra tóna á meðan það snæðir sunnudagsmatinn með fólkinu sínu í kirkjunni sinni.
Fyrsta messan verður 10. september og hún er helguð meðgöngu, fæðingu og uppeldi barna og unglinga. Tvær ljósmæður og einn uppeldisfræðingur verða þar með okkur til að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Í öllum þessum messum verður létt og hugljúf tónlist.
Meðfylgjandi er auglýsing með þeim þemamessum sem verða fyrir áramót.