Syngjum jólin inn!

Syngjum jólin inn! - Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 19. desember næstkomandi kl. 17 og 20. Á efnisskránni er aðventu og jólatónlist eftir Jórunni Viðar, Róbert A. Ottóson, Michael Praetorius, Charles Wood, Zöebeley, Reginald Jacques, David Willcocks og Anders Öhrwall. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel og stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.