Syngjum jólin inn!

Frá Jólasöngvum Kórs Akureyrarkirkju 2001
Frá Jólasöngvum Kórs Akureyrarkirkju 2001
Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju sunnudaginn 15. des kl. 17 og 20.30
Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju sunnudaginn 15. des kl. 17 og 20.30 <br><br><br>Tvennir Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju <br> <br>Vegna frábærrar aðsóknar á Jólasöngva Kórs Akureyrarkirkju undanfarin ár hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvenna tónleika að þessu sinni. <br>Jólasöngvarnir verða sunnudaginn 15. desember næstkomandi kl. 17 og 20.30 . <br>Á efnisskránni er aðventu og jólatónlist eftir Árna Harðarson, Áskel Jónsson, Franz Xaver Biebl, Anders Bond, Marco Enrico Bossi, Reginald Jacques, David Willcocks, R. Vaughan Williams og Anders Öhrwall. <br> <br>Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson . <br> <br>Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. <br> <br>Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. <br>