Syngjum jólin inn!

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju


Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 21. desember næstkomandi kl. 17 og 20.30. Fyrir síðustu jól var ákveðið að bjóða upp á tvenna tónleika vegna frábærrar aðsóknar á undanförnum árum og gaf það mjög góða raun.
Á efnisskránni er aðventu og jólatónlist eftir Niels W. Gade, Sergei Rachmaninoff, John Rutter, Ivar Widéen, Knut Nystetd, Reginald Jacques, David Willcocks og Anders Öhrwall.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.

Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju <br> <br> <br>Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 21. desember næstkomandi kl. 17 og 20.30. Fyrir síðustu jól var ákveðið að bjóða upp á tvenna tónleika vegna frábærrar aðsóknar á undanförnum árum og gaf það mjög góða raun. <br>Á efnisskránni er aðventu og jólatónlist eftir Niels W. Gade, Sergei Rachmaninoff, John Rutter, Ivar Widéen, Knut Nystetd, Reginald Jacques, David Willcocks og Anders Öhrwall. <br> <br>Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. <br> <br>Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. <br> <br>Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. <br> <br><br><br>