Syngjum jólin inn

Sólrún Svava Kjartansdóttir
Sólrún Svava Kjartansdóttir
Hinir árlegu Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 11. desember
kl. 17.00 og 20.00. Á efnisskránni eru falleg og hátíðleg jólalög úr ýmsum áttum bæði gömul og ný.
Einsöngvarar á tónleikunum eru Sólrún Svava Kjartansdóttir, Halla Jóhannesdóttir og Haraldur Hauksson. Stjórnendur og organistar eru Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.