Súpa og brauð eftir messu

Sú nýbreytni verður tekin upp á sunnudaginn að bjóða upp á súpu og brauð á vægu verði eftir messu.  Og verður sá háttur hafður á í allan vetur.  Að lokinni guðsþjónustu kl. 11 eru kirkjugestir hvattir til að koma í Safnaðarheimilið í súpu og brauð, ásamt kaffisopa.  Þar gefst kærkomið tækifæri til að eiga notalegt samfélag eftir messuna.  Súpa, brauð og kaffi er á  500 kr.fyrir manninn en 800 kr. fyrir hjón.  Frítt er fyrir börn tólf ára og yngri.  Sjáumst í súpu í Safnaðarheimilinu eftir messu á sunnudögum - allir velkomnir!