Sunnudagurinn 12. október

Næstkomandi sunnudag, 12. október, er Guðsþjónusta í kapellu Akureyrarkirkju kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sungnir verða sálmar nr. 317, 25, 709 og 6 í almennum söng, auk þess syngur kórinn sálm nr. 38b. Á sama tíma er sunnudagaskólinn í Safnaðarheimilinu og hafa þau Jóna Lovísa, Guðmundur og Ingibjörg umsjón með honum.
Á sunnudagskvöldið er svo kvöldmessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00. Prestur er sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sungnir verða sálmar nr. 505, 737, 740, 747, 754 og 594 í almennum söng, auk þess syngur Stúlknakórinn, Somewhere over the Rainbow.