Sunnudagurinn 10. febrúar

Á sunnudaginn kemur, 10 mars, er miðfasta, 4. sunnudagur í föstu.  Á latínu heitir sá sunnudagur Laetare.  Nafnið er dregið af introitus sem sunginn er þann dag í kaþólsku kirkjunni, Laetare Jerusalem.
Messa verður að venju kl. 11.00. Sr. Svavar A. Jónsson messar, félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða almennan safnaðarsöng og syngja kórverk.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Í messunni verður þessi tónlist flutt:

Forspil: Orgelspuni yfir Allra augu vona á þig, Drottinn

218, Himnafaðir, hér hjartans glaðir vér
359, Hreint skapa hjarta
48, Ég gleðst af því ég Guðs son á
-----
Kórsöngur: Allra augu vona á þig, Drottinn eftir Heinrich Schütz
754, Ó, heyr mína bæn
714, Ég er lífsins brauð
350, Ó, ást sem faðmar allt.

Eftirspil: "Tiento de 1er. tono de mano derecha y al medio a dos tiples" eftir spænska barokktónskáldið Pablo Bruna.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.