Sunnudagur 9. október

Geðveik messa í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Geðveik messa í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins. Fjölbreyttur tónlistarfluttningur, reynslusaga og hugvekja. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Sólveig Anna Aradóttir.

Bleik messa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.

Kristinn Hreinsson framkvæmdastjóri Rafeyrar flytur hugleiðingu. Lára Sóley og Hjalti flytja tónlist Bergþóru Árnadóttur. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Í messunni verður tekið við frjálsum framlögum til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.