Sunnudagur 5. mars


Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.

Barnakórar kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólasöngvar og Biblíusaga. Umsjón með stundinni hafa sr. Sunna Dóra Möller og Sólveig Anna Aradóttir.

Eurovisionmessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Rúnar Eff syngur Eurovisionlagið sitt „Mér við hlið“ ásamt fleiri gamalkunnum Eurovisionslögurum. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Sr. Sunna Dóra Möller flytur Eurovisionhugleiðingu og sr. Hildur Eir Bolladóttir talar umhvernig er að vera unglingur í dag.

Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar!