Sunnudagur 4. mars

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar - Upphaf Kirkjuviku
Æskulýðsmessa í Akureyrarkirkju  kl. 11.00.

Barna- og Stúlknakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur flytja fjölbreytta tónlist. Sunnudagaskólagengið verður á sínum stað. Hugvekja til fermingarbarna. Gleði og trú í orði og tónum. Börn, ungmenni og fullorðnir á öllum aldri hjartanlega velkomin. 

Sjáumst í kirkjunni okkar og ræðum alvöru lífsgildi, kærleika, von og samkennd. Umsjón: Hildur Eir, Sindri Geir, Hjalti og Sigrún Magna.