Sunnudagur 30. nóvember, fyrsti sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Fjölskyldustund í kirkjunni við upphaf aðventu. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Um stundina sjá sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.