Sunnudagur 29. ágúst

Akureyrarmessa kl. 11.00, helguð skáldum frá Akureyri.
Sungnir verða sálmar eftir Kristján frá Djúpalæk, Pétur Sigurgeirsson, Davíð Stefánsson, Pétur Þórarinsson og Matthías Jochumsson. Einnig verða flutt orgelverk eftir Jóhann Ó. Haraldsson og Jón Hlöðver Áskelsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.

Síðasta söng- og helgistund kvöldkirkjunnar kl. 20.00.

Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Hermann Arason og félagar sjá um tónlistina.