Sunnudagur 26. febrúar


Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.

Þar mun séra Nicholas Loyara prédika og segja frá starfinu í heimasöfnuði sínum í Pókot-héraði í Keníu. Þar á Akureyrarkirkja vinasöfnuð og safnaði nýlega fyrir þaki á kirkjubyggingu þar ytra. Við ætlum að halda áfram að styrkja vini okkar í Pókot og tökum við fjárframlögum handa þeim í guðsþjónustunni. Það verður gaman að heyra í Nicholas og fræðast um það sem söfnuðurinn hans er að fást við.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Hjalti Jónsson.