Sunnudagur 23. september

Messa kl. 11.  Messuheimsókn frá Ólafsvík, sr. Magnús Magnússon sóknarprestur í Ólafsvík þjónar ásamt sr. Svavari A. Jónssyni og sr. Óskari H. Óskarssyni.  Kirkjukór Ólafsvíkur syngur ásamt félögum úr Kór Akureyrarkirkju, organistar kirknanna Eyþór Ingi og Lena annast kórstjórn og orgelleik.  Veronica Osterhammer, messósópran, syngur einsöng.  Súpa og brauð á vægu verði í Safnaðarheimilinu á eftir þar sem Kirkjukór Ólafsvíkur syngur nokkur lög.  Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í Safnaðarheimilinu.  Allir velkomnir.