Sunnudagur 18. september, upphaf vetrarstarfsins

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sunna Dóra Möller, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Hjalti Jónsson.
Eftir messu verður kynning á safnaðarstarfi kirkjunnar veturinn 2011-2012 í Safnaðarheimilinu. Léttar veitingar.

Kántrýmessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir leiða okkur inn í suðurríkjastemmninguna með fiðlu, gítar og söng. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Sunna Dóra Möller, guðfræðingur, prédikar.