Sunnudagur 17. september - Upphaf vetrarstarfsins

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins í Akureyrarkirkju hefst með fjölskyldumessu kl. 11.00. Biblíusaga, mikill söngur og Hafdís og Klemmi. Nýtt sunnudagaskólaefni afhent. Um sunnudagaskólann sjá sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Léttar veitingar í Safnaðarheimilinu að stund lokinni. Fjölmennum í sunnudagaskólann og tökum þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi á hverjum sunnudegi í kirkjunni í vetur!