Sunnudagur 16. mars

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir. Guðmundur Ómar Guðmundsson predikar og segir frá starfi Gídeonfélagsins. Samskot til starfs félagsins í guðsþjónustunni. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffi og kleinur í Safnaðarheimili.  Þar mun Guðmundur segja meira frá Gídeonfélaginu og svara fyrirspurnum.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, sr. Bolli Pétur Bollason og Ásta Magnúsdóttir. Sunnudagaskóli Grenivíkur- og Svalbarskirkju koma í heimsókn.