Sunnudagur 16. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna kl. 11.00.  Kór Lundarskóla og barnakórar Akureyrarkirkju syngja.  Biblíusaga, brúðuleikhús og sunnudagaskólalögin.  Kakó og piparkökur í Safnaðarheimilinu að hátíð lokinni.  Allir velkomnir.

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17.00 og 20.00.  Jólamessa "Messe de Minuit" eftir Marc-Antoine Charpentier (1643-1704).  Einnig mikill almennur söngur.  Einsöngvarar:  Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Elvý G. Hreinsdóttir, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, Michael Jón Clarke og Haraldur Hauksson.  Orgel: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.