Sunnudagur 14. september

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00, upphaf vetrarstarfsins.
Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson, sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Sunna Dóra Möller. Hjalti Jónsson leiðir söng. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Léttar veitingar í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Paramessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Erlingur Sigurðarson segja frá sambúð við ólæknandi sjúkdóm og hjónin Elín Björg Jónsdóttir og Óli Agnarsson deila reynslu sinni af því að vera hjón eftir barnsmissi. Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson sjá um tónlistina og hjónin Hjörleifur Örn Jónsson og Rannveig Elíasdóttir flytja tvö lög. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.