Sunnudagur 14. október

Guðsþjónusta í kapellu kl. 11.00.  Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða við guðsþjónustuna og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.  Í lok guðsþjónustunnar er sálmastund, þar sem kirkjugestir geta valið sálma til söngs.  Súpa og brauð á vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00 í umsjón Höllu og Tinnu.  Allir velkomnir.