Sunnudagur 21. október

Myndin er frá Kapkoris.
Myndin er frá Kapkoris.

Í messunni sunnudaginn 21. október kl. 11.00, ætlum við að syngja afró-ameríska tónlist. Við hugsum til vinasafnaðar okkar í Kapkoris í Pókothéraði í Keníu. Nýlega safnaði Akureyrarsöfnuður fyrir þaki á kirkjuna sem söfnuðurinn var að reisa. Nú ætlum við að halda áfram og í vetur er ætlunin að safna fyrir frekari framkvæmdum við kirkjubygginguna.. Sönghópurinn Synkópa syngur í messunni. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og sr. Svavar Alfreð Jónsson er prestur.