Sunnudagaskólinn fer aftur af stað á nýju ári!

Á hverjum sunnudagsmorgni er sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kirkjunnar. Þangað kemur hópur af börnum með forráðamönnum og á saman góða stund.  Það er sungið, leikið, hlustað, spjallað, föndrað og drukkinn djús/kaffi.  Góð byrjun á sunnudeginum.

Með umsjón í vetur fara Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, Hólmfríður Hermannsdóttir gítarleikari og Guðný Alma Haraldsdóttir hljómborð.