Sunnudagaskólinn byrjar að nýju!

Sunnudaginn 14. febrúar hefst sunnudagaskóli Akureyrarkirkju að nýju eftir alllangt hlé. 

Stundirnar verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þar sem er gott pláss og auðvelt að framfylgja sóttvarnarreglum, eins og 2ja metra reglunni. Spritt verður aðgengilegt og foreldrar/fullorðnir beðnir um að vera með grímur þar sem grímuskylda er í kirkjunni. 

Sonja og Sigga munu stýra stundunum með söng, biblíusögu, leikriti og leik eins og vanalegt er. Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi og djús og börnin geta litað myndir ef þau vilja. 

Velkomin öll í notalega samverustund á sunnudagsmorgni.