Sunnudagaskólinn 9. október

Vonandi sjáum við sem flesta í sunnudagaskólanum þann 9. október. Við ætlum að hlusta á söguna um fjölskyldu Jesú, bæði með biblíubrúðum og leyniteikningu. Við ætlum að syngja fjörug hreyfilög og einnig einhver róleg. Leikritið með Rebba og Mýslu verður á sínum stað, hvað skyldu þau vera að bralla?  Leikur dagsins er fyrirmælaleikur. Eiginlega verðið þið bara að koma og vera með til að vita hvernig sá leikur er....... en þá breytast allir í allskonar dýr og þurfa að gera ýmislegt og sækja ýmislegt með ýmsum ferðamátum, t.d. hoppa eins og kengúra, vagga eins og hæna osfrv. Rosa skemmtilegt. 

Eftir stundina er boðið upp á djús, kaffi og kleinur og börnin geta litað á myndablöð ásamt því að fara heim með spjald í fjársjóðskistuna.

Hjartanlega velkomin öll, bæði stór og smá.