Sunnudagaskóli 17. september

Loksins er sunnudagaskólinn mættur á sinn stað eftir gott sumarfrí.  Okkur í sunnudagaskólateyminu hlakkar mikið til að taka á móti krökkum á öllum aldri í vetur. 

Á dagskránni verða nokkrir fastir liðir eins og biblíusagan, söngur, leikrit og bænir, en einnig ætlum við að hafa leiki, stundum föndur og ýmislegt annað sem okkur dettur í hug. Eftir stundina er svo alltaf boðið upp á kaffi, djús og blöð til að lita. Vikulega auglýsum við sunnudagaskólann og látum vita hvernig stundin verður. 

1x í mánuði tekur sunnudagaskólinn svo þátt í fjölskyldumessunni. Þá syngur barnakórinn með okkur og þá erum við alltaf uppi í kirkju. Fylgist með okkur á facebook og hér á heimasíðunni. 

Verið öll velkomin í sunnudagaskólann.

Sonja, Hóffa og Guðný.