Sunnudagaskólar rafrænir!!!

Sunnudaginn 25. apríl var ætlunin að halda stóra og mikla lokahátíð barnanna hér í Akureyrarkirkju. Vegna covid og fjöldatakmarkana er það því miður ekki hægt og erfitt að gera eitthvað annað í staðinn þar sem aðeins 30 mega vera í kirkjunni og grunnskólabörn teljast með í tölunni. 

Okkur þykir þetta afar leitt, annað árið í röð. Við söfnum hinsvegar bara kröftum fyrir næsta vetur sem verður vonandi auðveldari í öllu starfi. 

Við þökkum ennfremur fyrir þennan vetur sem er á enda. Hér hefur verið líflegt og blómlegt starf bæði í barnakórunum og barnastarfinu á miðvikudögum, sem og í sunnudagaskólanum, þegar hefur mátt hafa opið. 

Hér að neðan er hlekkur á 13 rafræna sunnudagaskóla sem við vonumst til að þið getið nýtt ykkur með börnunum, hvenær sem er. 

Hér má finna upptökur: https://www.facebook.com/watch/113648139332628/300984604573878/ 


Gjörið svo vel að njóta.