Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2016 og bænamessa


Á öðrum Sumartónleikum í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 10. júlí kl. 17, koma þær Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari og Dawn Hardwick, píanóleikari fram. Þær flytja íslenska og breska tónlist. 

Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í lok tónleika

Menningarsjóður Akureyrar og Veitingastaðurinn Strikið styrkja tónleikana.

Samstarf píanistans Dawn Hardwick og fiðluleikarans Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur á rætur að rekja til námsára þeirra í Royal Welsh College of Music and Drama. Í sumar og haust hyggjast þær halda tónleika á Íslandi og í Bretlandi þar sem flutt verður íslensk og bresk tónlist og koma þær fram saman í fyrsta sinn á sumartónleikum í Akureyrarkirkju.

Bænamessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Lára Sóley Jóhannsdóttir og Dawn Hardwick spila. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.