Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2016 og helgistund


Næstkomandi sunnudag 3. júlí hefst tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyarkirkju.
Á fyrstu tónleikunum mun hinn frábæri ástralski kór The Choir of St Michael’s Grammar School halda tónleika. Þessi frábæri kór, sem kemur frá Melbourne, er skipaður 30 söngvurum á aldrinum 12-17 ára (15 stúlkur og 15 drengir). Þessir úrvalssöngvarar eru valdir úr hinum fjórum kórum St Michael's skólans. Kórinn er núna í sjöundu Evrópuferð sinni. Aðgangur að Sumartónleikum er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum í lok tónleika.

Vegna landsleiks Íslands og Frakklands færum við helgistundina fram til kl. 18.15. ÁFRAM ÍSLAND !