Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2015

Flytjendur á tónleikunum næskomandi sunnudag 26. júlí koma frá Frakklandi og leika fiðlusónötur tékknesk- austurríska tónskáldsins Heinrich Ignaz Franz von Biber. Hann teygði hljóma fiðlunnar og togaði eftir ótrúlegustu leiðum inn á lendur sem varla nokkur maður hefur farið síðan. Hér gefur að heyra sónötur úr leyndardómum Rósakransins og afar skrautlegar sónötur Harmonia Artificiosa Ariosa fyrir tvær fiðlur.

Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis.

Gabriel og Steinunn námu fiðlu‐ og sellóleik við barokkdeild Parísarkonservatorísins en Marie og Joseph við barokkdeild Lyon‐konservatorísins. Starfa þau öll sem barokktónlistarmenn í Frakklandi og haldast þar í hendur kammer‐ eða einleikstónlist, starf með helstu barokkhljómsveitum landsins og kennsla við tónlistarháskólana í Poitiers og Amilly.

Akureyrarstofa, Menningarsjóður KEA, Norðurorka og Icelandair Hotels á Akureyri styrkja Sumartónleika í Akureyrarkirkju.