Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2015

Næstkomandi sunnudag 12. júlí kl. 17.00 mun Björgvin Gítarkvartett koma fram á Sumartónleiku í Akureyrarkirkju.
Kvartettinn er skipaður 4 ungum gítarleikurum sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað tónlistarnám við Grieg-akademíuna í Björgvin í Noregi. Þeir eru nú á tónleikaferðalagi um Ísland.

Á efnisskránni eru verk eftir David Crittenden, John Duarte, Isaac Albeniz, Valentin Haussmann, Georg Philipp Telemann, Dusan Bogdanovic, Stepan Rak og Antonio Vivaldi.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Akureyrarstofa, Norðurorka, Menningarsjóður KEA og Icelandair Hotels Akureyri styrkja Sumartónleika í Akureyrarkirkju.

Glæsilega dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2015 má finna hér.