Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2013

Glæsilega dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2013 má finnahér.

Næstkomandi sunnudag 28. júlí munu þeir félagarnir Sigurður Flosason saxofónleikari og Gunnar Gunnarsson, orgelleikari leika lög í eigin útsetninum, en þar gegnir spuni stórtu hlutverki. Sigurður og Gunnar hafa starfað saman í langan tíma og vakið athygli fyrir diska sína "Sálma lífsins", "Sálma jólanna "og ,,Draumalandið" en þeir hafa notið mikilla vinsælda og hlotið jákvæða dóma. Þess má geta að Sigurður og Gunnar voru tilnefndir til íslensku tónlistar-verðlaunanna fyrir ,,Draumalandið". Þeir félagar hafa auk þess báðir gefið út diska í eigin nafni og leikið inn á fjölda diska með öðrum tónlistarmönnum.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis.