Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst næstkomandi sunnudag og verða tónleikarnir í kirkjunni alla sunnudaga í júlí og hefjast kl. 17.00.
Að vanda er dagskráin fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hinn þekkti, danski orgelleikari, Bine Bryndorf, mun leika orgeltónlist, hljómsveitin Spilmenn Ríkínís flytja íslensk þjóðlög á gömul íslensk hljóðfæri og Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju mun ásamt Michael Jóni Clarke vinna með sálmaþema.
Á fystu tónleikum sumarsins, sem eru sunnudaginn 6. júlí n.k, mun stúlknakórinn Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar syngja íslenskar kórperlur í bland við minna þekkt erlend lög. Sellóleikarinn Ásdís Arnardóttir leikur með kórnum á tónleikunum.
Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.