Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2013

Glæsilega dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2013 má finnahér.

Næstkomandi sunnudag 21. júlí flytur söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir fjölbreytta söngdagskrá ásamt Erni Eldjárn og Jóni Rafnssyni.
Kristjana er fædd á Dalvík og nam tónlist á Íslandi og í Danmörku. Hún var í 14 ár félagi í Tjarnarkvartettinum sem var þekktur víða um Evrópu fyrir flutning á norrænum söng- og þjóðlögum og hefur hún að auki gefið út nokkra einsöngs geisladiska sem hafa notið mikillar hylli fyrir sönggleði og vandaðan flutning.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis.