Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2020

Næstkomandi sunnudag, 12. júlí kl. 17.00, verða hressandi og skemmtilegir söngleikjatónleikar þar sem Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ívar Helgason og Helena G. Bjarnadóttir fara yfir sögu söngleikjanna. Stuttlega verður sagt frá verkunum og þróun söngleikjanna og sungið allt frá klassík yfir í rokk. Á efnisskránni verður t.d. tónlist úr West side story, Cats, Waitress svo eitthvað sé nefnt. Öll munu þau sjá um söng en Helena verður á píanó og Ívar á gítar.

Enginn aðgangseyrir / Frjáls framlög

Skoðaðu fleiri spennandi viðburði á www.listasumar.is

Viðburðurinn hlaut styrk frá Tónlistarsjóði, Héraðssjóði, Eyrin Restaurant og Listasumri.

Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið.

#listasumar #akureyri #northiceland #iceland #visitakureyri #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri