Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 13. júlí

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 13. júlí
 
Yndislegir harmonikutónar - frá Bach til frumflutnings!
 
Tónverk eftir Nadiu Boulanger og J.S. Bach munu hljóma um Akureyrarkirkju á tónleikum Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur harmóníkuleikara þann 13. júlí. Einnig mun hún leika eigin útsetningar á íslenskum sálmum, tangóum og þjóðlögum og frumflytja nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson.
 
Aðgangur er ókeypis og tekið við frjálsum framlögum.
Öll hjartanlega velkomin!