Styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans

Árlegir styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans verða haldnir í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 20.00.
Á tónleikunum koma fram Björg Þórhallsdóttir, sópran, Einar Clausen, tenór, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Eldri barnakór Akureyrarkirkju, Stúlknakór Akureyrarkirkju, Strengjasveit undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur, Elísabet Waage, harpa, Sunna Friðjónsdóttir, flauta og Eyþór Ingi Jónsson, orgel. Kórstjóri er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Hilmar Örn Agnarsson.
Á efnisskránni eru þekkt og klassísk jólalög í bland við tónlist frá ýmsum löndum. Frumflutt verður jólalag Ljósberans 2012 eftir Báru Grímsdóttur.

Aðgangseyrir er kr. 2500 og rennur hann óskiptur til styrktar bágstöddum einstaklingum og fjölskyldum á Akureyri.

Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Hafnarstræti.