Í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. desember, verða haldnir tónleikar til styrktar Líknarsjóðnum Ljósberanum. En
sjóður þessi var stofnaður til minningar um sr. Þórhall Höskuldsson, fyrrverandi sóknarprest Akureyrarkirkju, sem var mjög umhugað um
líknar- og velferðarmál. Tilgangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaaðstoð til sóknarbarna Akureyrarkirkju, með sérstaka
áherslu á aðstoð til bágstaddra fjölskyldna fyrir jól.
Á tónleikunum koma fram auk Bjargar, Kristján Jóhannsson tenór, Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia, Kammerkórinn Íslold ásamt
einsöngvarakvartett skipuðum Björgu Þórhallsdóttur sópran, Sigrúnu Örnu Arngrímsdóttur mezzósópran, Hjalta
Jónssyni tenór og Michael Jóni Clarke baritón.
Arnbjörg Sigurðardóttir og Petrea Óskarsdóttir leika á þverflautu og Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu.
Organistar og stjórnendur kóra eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Kynnir á tónleikun er sr. Hildur Eir
Bolladóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er kr. 2000. Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Hafnarstræti. Allir sem að tónleikunum koma
gefa vinnu sína og mun aðgangseyririnn renna óskiptur til sjóðsins til styrktar bágstöddum.