Stelpurnar okkar syngja með Páli Óskari og Moniku

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. nóvember halda Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth tónleika í kirkjunni ásamt strengjasveit. Þau buðu Stúlknakórnum að taka þátt í tónleikunum. Stelpurnar syngja með í tveimur fallegum lögum. Tónleikarnir hefjast kl 20.30