Starfið í ársbyrjun

Nú heldur vetrarstarfið áfram og er með sama sniði og áður, kyrrðar- og fyrirbænastundin í hádeginu á fimmtudögum, æfingar barnakóranna hefjast fimmtudaginn 7. janúar, Stúlknakórinn byrjar ekki fyrr en fimmtudaginn 14. janúar. Sunnudaginn 10. janúar er Bókmenntamessa í kirkjunni og hefst hún kl. 11.00, þar mun Biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, prédika.
Bók dagsins: Dóttir myndasmiðsins eftir Kim Edwards.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað, í Safnaðarheimilinu, kl. 11.00.
Kvenfélagskonur verða með handavinnufund, í fundarsal Safnaðarheimilisins, kl. 16.30, mánudaginn 11. janúar. Fermingarfræðslan hefst þriðjudaginn, 12. janúar, kl. 15.00. (Hópur II, Lundarskóli).
Mömmumorgunn verður svo miðvikudaginn 13. janúar og þann sama dag hefst starfið hjá kirkjukrökkum.
Nánari upplýsingar um þetta og margt fleira er að finna hér á heimsíðu kirkjunnar og einnig er hægt að fylgjast með vikulegri auglýsingu í dagskránni.