Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi fer fram hin árlega söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og boðum við öll fermingarbörn vetrarins í Safnaðarheimilið þann dag kl. 15.30.  Prestar kirkjunnar munu taka á móti öllum fermingarbörnunum á þriðjudaginn og leiðbeina þeim með verkefnið, þau verða 3 í hóp og hver hópur fer með einn bauk og götukort sem verður útdeilt á staðnum ásamt almennum upplýsingum. Þetta verkefni er hluti af fermingarfræðslunni og leggjum við ríka áherslu á að börnin mæti, þetta er mikilvægur vettvangur til að kenna samlíðan og umhyggju í verki.

Einngi viljum við biðja fólk að taka vel á móti fermingarbörnunum.