Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2020-2021

Skráningu í fermingarfræðslu veturinn 2020-2021 stendur enn yfir hér á síðu Akureyrarkirkju (sjá hlekk neðst á síðunni).
Við vekjum athygli á að mikilvægt er að skrá fermingarbörnin (árg. 2007) sem fyrst þó ekki sé búið að ákveða fermingardaginn, svo hægt sé að koma upplýsingum til foreldra í tölvupósti varðandi upphaf fræðslunnar nú í september.

Við höfum bætt við fermingarathöfnum þar sem árgangurinn er stór og aðeins er pláss fyrir 15 fermingarbörn í hverri athöfn. Þegar er orðið fullt í 3 athafnir og er það ástæðan fyrir því að þær eru ekki valmöguleiki á skráningarblaðinu. 

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is eða hringja í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Gyða Hrönn Sigþórsdóttir, ritari kirkjunnar, annast skráningar.

https://www.akureyrarkirkja.is/is/safnadarstarf/fermingarstarf/fermingarfraedsla-veturinn-2020-2021