Skemmtileg heimsókn í sunnudagaskólann 18.febrúar

Verið öll velkomin í sunnudagaskólann okkar næsta sunnudag. Við breytum til og fáum nú góða gesti úr leikfélagi VMA. Mikki Refur og Marteinn Skógarmús kíkja á okkur, syngja og spjalla. Það verður virkilega gaman. Biblíusagan verður svo á sínum stað og söngur. Einnig munum við halda upp á febrúarafmælin hjá börnunum sem eiga afmæli í febrúar. 

Sjáumst hress og spræk.