Skemmtileg fjölskyldusamvera framundan í Akureyrarkirkju.

Verið öll velkomin í fjölbreytta og skapandi fjölskyldusamveru í Akureyrarkirkju. Yngri barnakórinn syngur, biblíusaga verður sögð, kenndar verða hreyfibænir og farið verður í skapandi smiðjur í Safnaðarheimilinu. Það verður boðið upp á að koma í bænahring, þrykkja hjálparhendur á léreft, semja bænir, skrifa bænarefni og setja í krukku og lita biblíumyndir. Hádegishlaðborð með veitingum frá öllum kirkjugestum verður í Safnaðarheimilinu að stund lokinni. 

Eigum góða stund saman með bleiku þema!!

umsjón með stundinni hafa Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi, Sigrún Magna organisti og Sigríður Hulda gítarleikari.