Skemmtiferð með fermingarbörnum til Húsavíkur

Föstudaginn 18. ágúst er öllum börnum sem fermdust sl. vor boðið í skemmtiferð til Húsavíkur.  Komið verður við á áhugaverðum stöðum, farið í sund, leiki og borðaðar pizzur.  Ferðinni er ekki síst ætlað að undirstrika að kirkjan vill eiga samleið með fermingarbörnunum að lokinni fermingu.  Öflugt æskulýðsstarf kirkjunnar verður kynnt á næstu dögum og fjölbreytt helgihald vetrarins sömuleiðis.