Síðasti sunnudagaskólinn er 24. apríl

Þá er komið að síðasta sunnudagaskóla vetrarins. Tíminn flýgur og vorið heilsar okkur með blómstur í túni :) 

Við ætlum að fjalla um Sáðmanninn og fræin sem hann sáir. Þeim má líkja við orð Guðs sem við þurfum að varðveita og hlusta á. Í því tilefni ætlum við sjálf að gróðursetja í stundinni. Allir velja sér fræ og setja í lítinn pott, fara með hann heim og hlúa að plöntunni. Að venju munum við syngja, horfa á leikrit og einnig halda upp á afmæli apríl barna og allra sumarbarna sem mæta í stundina. 

Við þökkum kærlega fyrir góðar stundir í vetur og hlökkum til að hitta ykkur í haust.

bestu kveðjur Sonja og Hóffa.